Stelpurnar komnar í sumarfrí
Það var að duga eða drepast í gær þegar að Keflavík og Haukar mættust í úrslitakeppni Iceland Express deild kvenna í gærkvöldi, en Keflavík var 2-0 undir í einvíginu. Eflaust bjuggust flestir við hörkuleik og að Keflavíkurstúlkur myndu koma öskrandi grimmar til leiks með bakið upp við vegg.
Það var hins vegar ófögur sjón sem mætti Keflvískum áhorfendum í gær þegar að leikurinn fór fram. Haukastúlkur, búnar að missa tvær úr byrjunarliðinu sínu, hreinlega völtuðu yfir okkar stelpur. 1. leikhlutinn var skástur hjá Keflavík og náðu þær að koma stöðunni í 17-17 á tímabili. En eftir það misstu þær öll tök og á köflum var líkt og lið úr Úrvalsdeildinni væri að spila á móti liði í 1. deildinni. Útlendingarnir okkar, sem eiga að vera máttarstólpar liðsins, skitu hreinlega upp á bert bakið og sýndu ekkert frumkvæði í að bera leikinn upp á hærra plan fyrir Keflavík. Staðan í hálfleik var 23-45 og uppgjöf var sýnileg í Keflavíkurliðinu.
Seinni hálfleikur var engin betrumbót hjá Keflavík og héldu Haukastúlkur áfram að brillera inni á vellinum, komnar í 40 stiga forystu á tímabili. Keflavík tók síðasta leikhlutann á varamönnunum og sumarfrí var löngu orðið staðreynd.
Það er virkilega sorglegt að horfa upp á Íslandsmeistarana Keflavík vera sópað út úr fyrstu umferð í úrslitakeppninni og mörg lýsingarorð sem hægt er að setja í þennan pistil varðandi frammistöðu okkar stelpna í þessu einvígi. Hvað veldur er erfitt að segja, sér í lagi þegar að tveir atvinnumenn geta ekki skorað meira en 6 stig í jafn örlagaríkum leik. Þess ber einnig að geta að stigahæsti leikmaður Keflavíkur var með 8 stig í leiknum.
Stigaskor leiksins í gær:
Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 8, Pálína Gunnlaugsdóttir 8/5 fráköst, Helga Hallgrímsdóttir 7/5 fráköst, Eboni Monique Mangum 6, Jaleesa Butler 6/15 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 4, Hrund Jóhannsdóttir 4, Sandra Lind Þrastardóttir 3/4 fráköst, Aníta Eva Viðarsdóttir 2, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2, Soffía Rún Skúladóttir 2, Lovísa Falsdóttir 0.
Haukar: Jence Ann Rhoads 31/11 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Tierny Jenkins 16/15 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 12, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 9, María Lind Sigurðardóttir 4, Auður Íris Ólafsdóttir 2, Sara Pálmadóttir 1, Ína Salóme Sturludóttir 0, Sólrún Inga Gísladóttir 0, Inga Sif Sigfúsdóttir
Þá er það bara að styðja við strákana í baráttunni gegn Stjörnunni og fyrsti leikur á föstudaginn næstkomandi. Hann verður háður í Garðabænum og eru allir hvattir til að mæta.