Fréttir

Karfa: Konur | 21. nóvember 2010

Stelpurnar lögðu Njarðvík

Keflavíkurstúlkur náðu þægilegum sigri á Njarðvík í dag þegar liðin mættust í Toyota Höllinni. Það leit út fyrir að leikurinn yrði þokkalega spennandi þegar fyrsti leikhluti var liðinn, en þá var staðan 22-21 og allt í járnum. Í 2. leikhluta fóru Keflavíkurstúlkur að hrökkva í gang og leiddu örugglega í hálfleik, 54-37. Njarðvíkurstúlkur náðu aldrei að koma sér almennilega inn í leikinn aftur og því var sigur Keflavíkurstúlkna tryggður.

Jacquline Adamshick var með stórleik og skoraði 31 stig og tók 19 fráköst. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 17 stig og Birna Valgarðsdóttir 13. Hjá Njarðvík var Shayla Fields með frábæran leik og skoraði 32 stig og hirti 12 fráköst.

Jacquline Adamshick hefur svo sannarlega sannað sig hjá kvennaliðinu á tímabilinu, en stúlkan er með 24.6 stig að meðaltali í leik og 18.4 fráköst. Þessi árangur er ekki eitthvað sem auðveldlega er leikið eftir. Einungis Jaleesa Butler hjá Hamar er með betri árangur í stigum, en hún er með 24.75 stig að meðaltali í leik. Jackie er efst í fráköstum í kvennadeildinni og er einnig efst í framlag; með 36.38 stig í framlag að meðaltali í leik.

 

Jackie var víbrandi heit í dag gegn Njarðvík