Stelpurnar mæta Breiðablik í Smáranum í kvöld
Stelpurnar spila við Breiðablik í Smáranum í kvöld kl. 19.15. Keflavík er í öðru sæti deildarinnar með 8 stig eftir 5 leiki en Blikastelpur eru á botninum með ekkert stig. Samkvæmt óformlegri könnun okkar á heimsíðunni er Kara sá leikmaður sem spilað hefur best í vetur, en Bryndís fylgir fast á eftir.
Næsti heimaleikur liðsins er svo á miðvikudag gegn Grindavík.
Kara hefur átt gott tímabil.