Stelpurnar mæta Haukum
Það verður grimmur slagur annað kvöld, en þá halda Keflavíkur-stúlkur í Hafnarfjörðinn og mæta Hauka-stúlkum að Ásvöllum. Bæði þessi lið hafa eldað grátt silfur saman í gegnum tíðina og verður þar engin breyting á annað kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og hvetjum við alla stuðningsmenn til að skella sér í einn bíltúr og mæta til þess að styðja stelpurnar!
Áfram Keflavík!