Fréttir

Karfa: Konur | 7. nóvember 2007

Stelpurnar mæta KR í kvöld í Keflavík

Keflavik mætir KR í 5. umferð Iceland Express deild kvenna og fer leikurinn fram í Keflavik kl. 19.15.  Keflavik er taplaust á toppi deildarinnar en KR er í 2-3 sæti, hafa tapaði einum leik. Bæði lið sigruðu andstæðinga sína í síðustu umferð, Keflavík Hauka og KR sigraði Val. Keflavik varð fyrir áfalli í vikunni þegar Bryndís sleit krossbönd og verður líklega ekki meira með vetur. Einnig er Svava og Birna frá en þær ganga báðar með barn.

Staðan í deildinni.

Fyrir leikina verður mínútuþögn til að minnast Mörtu Guðmundsdóttur fyrrverandi leikmanns Grindavíkur og Keflavíkur en hún lést á mánudag á krabbameinsdeild Landspítalans.