Stelpurnar mæta KR í kvöld í Keflavík
Keflavik mætir KR í 5. umferð Iceland Express deild kvenna og fer leikurinn fram í Keflavik kl. 19.15. Keflavik er taplaust á toppi deildarinnar en KR er í 2-3 sæti, hafa tapaði einum leik. Bæði lið sigruðu andstæðinga sína í síðustu umferð, Keflavík Hauka og KR sigraði Val. Keflavik varð fyrir áfalli í vikunni þegar Bryndís sleit krossbönd og verður líklega ekki meira með vetur. Einnig er Svava og Birna frá en þær ganga báðar með barn.
Fyrir leikina verður mínútuþögn til að minnast Mörtu Guðmundsdóttur fyrrverandi leikmanns Grindavíkur og Keflavíkur en hún lést á mánudag á krabbameinsdeild Landspítalans.