Fréttir

Karfa: Konur | 1. apríl 2008

Stelpurnar mæta KR öðru sinni kvöld

Keflavík mætir KR í öðrum leik liðanna í baráttunni um Íslandbikarinn árið 2008. Okkar stelpur leiða sem kunnugt er 1-0 eftir hörkuleik í Toyotahöllinni á sunnudaginn. Leikurinn í kvöld hefst kl.19.15 í vesturbænum og hvetjum við stuðningsmenn okkar til að fjölmenna.

Eggert Baldvinsson hefur gefið út nýjan þátt af 3 núll 5 fyrir. Í þættinum fylgist hann með Pálínu Maríu Gunnlaugsdóttur, leikmanni Keflavíkur í leiknum síðasta sunnudag.

Hægt er að sjá 3 núll 5 þættina hér.

Pálína þarf að eiga góðan leik í kvöld ( mynd karfan.is )