Stelpurnar mæta Snæfell á morgun
Það verður hörkuslagur í Toyota Höllinni á morgun, en þá mæta Keflavíkur-stúlkur Snæfells-stúlkum. Keflavíkur-stúlkur lönduðu sínum fyrsta sigri á leiktíðinni gegn Njarðvík í síðustu viku og eru til alls líklegar um þessar mundir. Þær hafa fengið nýjan liðsstyrk frá Bandaríkjunum, en Kristi Smith tók við af Viola Beybeyah, sem þótti ekki passa inn í leikmynd liðsins. Kristi hefur reynst afar vel á æfingum og kemur eflaust til að styrkja liðið töluvert frá því sem áður var.
Leikurinn hefst klukkan 19:15 og fer hann fram í Toyota Höllinni eins og áður kom fram. Allir að mæta og hvetja stelpurnar til dáða!
Áfram Keflavík!