Fréttir

Stelpurnar með góðan sigur á KR í spennuleik!
Körfubolti | 24. nóvember 2019

Stelpurnar með góðan sigur á KR í spennuleik!

Image result for þóranna kika
                      * Þóranna var frábær gegn KR*
 
 
 
Gangur leiksins:
 
  1. Leikhluti

 

  • Þessi fyrsti leikhluti var mjög áhugaverður þar sem svakaleg þriggjastiga sýning fór af stað hjá báðum liðum fyrstu mínúturnar. Mikil stöðubarátta var inní báðum teigum þegar leið á leikhlutan. Við náðum að mynda ákveðið forskot sem KR saxaði aðeins á leiddum þennan leikhluta með 6 stigum, 22-16.

 

 

  1. Leikhluti

 

  • Dómara leikhluti svokallaður, mjög furðulegir dómarar og þeir voru að öskra á leikmenn ef þeir voru að reyna að spjalla við dómara allt voðalega fruðulegt eins og Leifur hafi mætt í vondu skapi. En KR stelpur sýndu úr hverju þær eru gerðar í þessum leikhluta og náðu að snúa leiknum sér í hag. Stelpurnar okkar voru að gera slæm turnover hvað eftir annað í lok leikhlutans þannig KR fór með 6 stiga forystu inní hálfleik, 36-42. Nóg eftir og fín spilamennska hjá stelpunum okkar.

 

 

  1. Leikhluti

 

  • Mjög jafnt allt til að byrja með og náðum við lítið sem ekkert að saxa á forskot KR stelpna. En nokkrar geggjaðar sóknir komu okkur aftur á sporið og náæðum við að komast yfir þegar rétt tæpar 3 mínútur voru eftir. KR stelpur náðu síðan aftur tæpri forystu. Síðustu 2 mínúturnar voru einkennilegar þar sem bæði lið kepptust við það að kasta boltanum frá sér hvað eftir annað og klúðra galopnum skotum, sem betur fer ákvaðu KR stelpur að taka þennan slæma kafla með okkur. Allt kom fyrir ekki og KR stelpur fóru með 1 stig fotystu inní loka leikhluta leiksins, 51-52. Háspenna, lífshætta.

 

 

  1. Leikhluti

 

  • Byrjaði ósköp rólega í þessum seinasta fjórðung en samt alltaf stutt á milli KR stelpur voru komnar með 3 stiga forystu og okkar stelpum gekk hrikalega illa að skora og mómentið sem kom okkur yfir þegar rúmar 5 mínútur voru eftir var bæði spaugilegt og geggjað! Daniela Wallen bandaríski leikmaður okkar var með boltan þegar 2 sekúndur voru eftir af skotklukkuni og var sirka 2 metra frá þriggja stiga línunni og kastaði honum eitthver útí loftið og skall boltinn í spjaldinu og beint ofaní takk fyrir! Geggjað dæmi! KR jafnaði leikinn og tók síðan við annar kafli þar sem bæði lið héldu áfram að klúðra galopnum færum, mjög mikil pressa. En Daniela Wallen tók þetta í sínar hendur og setti 4 stig á stuttum tíma og settu okkur í 4 stiga  forystu þegar um mínúta var eftir. KR stelpur köstu síðan frá sér boltanum 2 sóknir í röð. 8 stiga sigur staðreynd á hjá stelpunum! 68-60! Vel gert!     

 

*Maður leiksins* : Daniela Wallen Mbrillo – 28 stig og 10 fráköst! Geggjuð í dag.

 

 

Jón Halldór:  "Þessar stelpur eru svo geggajaðar"

 

Horfðu á viðtalið við Jón Halldór þjálfara Keflavíkur á youtubelinknum hér að neðan.

 

Jón Halldór: https://www.youtube.com/watch?v=stgMgziY5zg