Stelpurnar Poweradebikarmeistarar 2007
Körfuboltavertíðin fór vel af stað í Keflavík rétt eins í fyrra, því stelpurnar urðu Poweradebikarmeistarar í dag eftir frekar auðveldan sigur á Haukastelpum, 95-80 en strákarnir unnu titilinn í fyrra.
Haukar byrjuðu betur en þær náðu ágætri forystu í fyrsta leikhluta og virtust harðákveðnar í að verja titilinn. Keflavík komst þó aftur inn í leikinn með frábærum leik í öðrum leikhluta og leiddu í hálfleik með 4 stigum.
Haukar urðu fyrir áfalli í upphafi seinni hálfleiks þegar Kiera Hardy meiddist á ökkla og lék ekki meira með eftir það. Við þetta riðlaðist sóknarleikur Hauka sem hafði verið hálf vandræðalegur á köflum en pressa Keflvíkinga skilaði þeim mörgum stolnum boltum sem þær skiluðu í körfuna.
Svo fór að lokum að Keflavík tryggði sér öruggan 95-80 sigur í leiknum og leikur liðsins nú í byrjun tímabils lofar svo sannalega góðu. TaKesha Watson átti frábæran leik, skoraði 36 stig, sendi 7 stoðsendingar og stal 6 boltum í leiknum. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 15 stig og tók 10 fráköst og Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 10 stig og sendi 6 stoðsendingar.
Heimasíðan þakkar Haukastelpum fyrir leikinn og óskar Snæfellingum til hamingju með sinn titil en þeir unnu KR, 72-65 í karla leiknum.
Fyrsta titli vetrarins fagnað. Myndir jbo@vf.is og nonni@karfan.is