Fréttir

Karfa: Konur | 17. nóvember 2007

Stelpurnar spila í dag og karlaliðið á morgun

Meistaraflokkar Keflavíkur leika báðir um helgina og freista þess að halda sér taplaus áfram á toppnum.

Stelpurnar mæta Fjölni í Grafarvoginum í dag kl. 16.00. Nokkur meiðsli eru í okkar herbúðum en Kesha og Bryndís eru báðar meiddar, það kom þó ekki veg fyrir sigur í Hveragerði í vikunni. Nýliðar Fjölnis hafa unnið einn leik, í Hveragerði en þjálfaraskipti urðu hjá liðinu fyrir skömmu þegar Gréta María Grétarsdóttir leikmaður liðsins tók við liðinu af Nemanja Sovic. Liðin áttust við í 1. umferð í Keflavík og sigraði Keflavík 88-51

Strákarnir mæta Hamar á morgun í Sláturhúsinu kl. 19.15. Þeir hafa unnið fyrstu 7. leiki sína en Hamar er með 2. stig og þeir skiptu líka um þjálfara fyrir nokkru þegar Ágúst fyrrum aðstoðarþjálfari KR tók við liðinu. Liðið tapaði í síðustu umferð fyrir Njarðvík á heimavelli 68-75 og helstu leikmenn liðsins eru George Byrd með 14.6 stig í leik, Bojan Bojovic með 10.3 stig, Raed Mostafa 11.7 stig, Friðrik Hreinsson 11.4 og Marvin Balvinsson með 13.2 stig.  Marvin lék þó ekki með gegn Njarðvík og ekki ljóst hvort hann verði með á sunnudaginn.

Við hvetjum alla til að mæta á leikina enda góður meðbyr með liðunum þessa daganna.  Bæði lið spila í nýjum búningum, strákarnir í hvítum og stelpurnar í bláum.

Staðan í deildinni.

Jonni er í fanta formi þessa daganna, 9. stig og 7. fráköst.