Fréttir

Körfubolti | 9. febrúar 2007

Stelpurnar spila í Smáranum í kvöld

Stelpurnar mæta Blikastelpum í kvöld en leikurinn fer fram í Smáranum og hefst kl. 19.15. Jonni þjálfari er staddur erlendis þessa stundina og því mun Aggi sjá um að stjórna liðinu í kvöld.  Blikastelpur er í 5. sæti með 4 stig en Keflavík í 2. sæti með 24 stig.

Undirbúningur er í fullum gangi fyrir bikarúrslitaleikinn sem fram fer um næstu helgi og minnum við stuðingsmenn okkar á taka daginn frá. ( laugard. 17. feb. kl. 14.00 )