Stelpurnar tapa fyrir KR
Keflavíkurstúlkur voru rétt í þess að tapa fyrir KR-stúlkum í Keflavík, en lokatölur leiksins voru 74-87 fyrir KR-stúlkum. Keflavíkurstúlkur voru yfir nær allan 1. leikhluta og það var ekki fyrr en undir lok annars leikhluta að KR-stúlkur tóku forystuna. KR-stúlkur leiddu leikinn í hálfleik 40-50. Í seinni hálfleik tókst Keflavíkurstúlkum þó að jafna leikinn þegar tvær mínútur voru eftir af 3. leikhluta en eftir það voru KR-stúlkur einfaldlega sterkari og héldu forystu út restina af leiknum.
Hjá Keflavík var Birna Valgarðsdóttir atkvæðamest með 21 stig og 9 fráköst, en Kristi Smith skoraði 14 stig. Hjá KR var Jenny Pfeiffer-Finora með 24 stig, en á eftir henni kom Unnur Tara Jónsdóttir með 21 stig.
Keflavíkurstúlkur sitja í öðru sæti deildarinnar með 22 stig, jafnmörg og Grindavík. Einungis tvær umferðir eru eftir í deildinni og því er spennan mikil, en þau tvö lið sem enda í efstu sætunum sitja hjá í 8-liða úrslitum og komast beint í 4-liða úrslit. Því er til mikils að vinna.