Fréttir

Körfubolti | 10. apríl 2007

Stelpurnar upp við vegg í kvöld

Þriðji úrslitaleikur Keflavíkur og Hauka fer fram í kvöld að Ásvöllum Hafnafirði.  Haukastelpur hafa unnið fyrstu tvo leikina og geta orðið Íslandsmeistarar annað árið í röð með sigri í kvöld.  Haukastelpur unnu einmitt einvígið á síðasta ári 3-0.

Haukar sigruðu fyrsta leikinn á heimavelli sínum 87-78 og annan leikinn í Keflavík 101-115. Báðir leikirnir hafa verið spennandi en Haukar náðu þó að síga fram úr á lokasprettinum. Nú er að duga eða drepast fyrir Keflavík og má búast við því að þær mæti baráttuglaðar til leiks í kvöld.

Við hvetjum alla Keflavíkingar til að mæta á leikinn í kvöld og hvetja stelpurnar áfram til síðustu mínutu.  Allir fá boli merkta Keflavík frá Iceland Express og einnig verða valdir út 4. áhorfendur til að taka þátt í borgarskotinu.

Áfram Keflavík.