Fréttir

Karfa: Konur | 17. mars 2009

Stelpurnar úr leik

Keflavík tapaði fyrir KR-stelpum og komst þar með ekki í úrslitaleikina um Íslandsbikarinn 2009.  Stelpurnar hafa átt fast sæti í úrslitum síðustu ár enda eitt sigursælasta íþróttalið á landinu.  Því miður náðu þær sér ekki á strik þetta árið en koma örugglega sterkari til leiks næsta haust. Ekki er hægt að neita því að KR spilaði mun betur og óskum við þeim til hamingju með árangurinn.  Þær mun mæta Hamar eða Haukastelpum og standa Haukastelpur betur að vígi enda 2-1 yfir.

Leikurin í gær var þó besti leikurinn hjá liðinu og mikil batamerki á vörn liðsins. Kesha var stigahæst með 17.stig, Birna var með 15.stig, Ingibjörg og Pálína voru með 11. stig.