Stemmningin í stúkunni er eins og okkar 6. maður
Stemmningin í stúkunni er eins og okkar 6. maður
- segir Halldór Örn Halldórsson
Líkt og flestir Keflvíkingar vita munu strákarnir spila við Stjörnuna á útivelli kl. 19.15 á föstudag. Stemmningin í hópnum fyrir komandi átökum er farin að magnast upp og eru leikmenn staðráðnir í að láta sverfa til stáls gegn Garðæingum. Halldór Örn Halldórsson framherji Keflavíkurliðsins, sem hlotið hefur viðurnefnið "Axlar-Björn" vegna þrálátra axlarmeiðsla, segist vera mjög spenntur fyrir einvíginu við Stjörnuna.
Hvernig er staðan og stemningin í liðinu?
Stemmingin í liðinu er góð. Hafa verið virkilega góðar og kraftmiklar æfingar í vikunni og það er allt að smella fyrir átökin sem eru framundan.
Hvað þarf Keflavíkurliðið að gera til að fara með sigur af hólmi í 1. leik á útivelli?
Við þurfum að spila góða vörn og hirða fráköst. Ef við náum því þá smellur sóknin og við náum að keyra upp hraðann sem er eitthvað sem hentar okkur.
Ert þú orðinn klár, þ.e. laus við eimsli og meiðsli?
Það gleymast öll smá eimsli og lítil meiðsli þegar úrslitakeppnin kemur.
Eitthvað að lokum?
Ég vil bara hvetja alla Keflvíkinga til að mæta og styðja okkur á föstudaginn og í framhaldinu. Það hefur sýnt sig í gegnum árin að þegar það næst upp góð stemming í stúkunni þá er það eins og okkar 6. maður. Áfram Keflavík!