Fréttir

Karfa: Karlar | 3. september 2008

Steven Gerrard komin til Keflavíkur og spilar með á fimmtudag

Margir ráku upp stór augu í flugstöðunni í morgun þegar formaður deildarinnar Margeir Elentínusson stóð þar með spjald sem á stóð " Steven Gerrard".  Ástæðan er sú að nýr leikmaður var að mæta til leiks en sá heitir Steven Gerrard rétt eins og knattspyrnumaðurinn knái hjá Liverpool.  Steven þessi er kani með Ítalst vegabréf og ber einnig eftirnafnið Dagostino en hann mun leika með Íslandsmeistaraliði Keflavíkur í vetur.  Fyrir þá sem langar sjá Steven í sínum fyrstu leikjum er beint á að mæta í Toyotahöllina á fimmtudagskvöldið kl. 20.00 þegar Keflavík mætir Njarðvík í æfingarmótinu.  Frítt er á leikina.