Fréttir

Karfa: Karlar | 17. febrúar 2008

Stjarnan mætir til leiks í kvöld

Keflavík mætir Stjörnunni í kvöld í Iceland Express-deild karla og fer leikurinn fram í Sláturhúsinu kl.19.15. Stjarnan sigraði Njarðvík nokkuð örugglega í síðustu umferð og verða erfiðir við að eiga. Stjarnan er í 10. sæti með 12. stig og er með í baráttunni um að komst í úrslitakeppnina. Það verður því ekkert gefið eftir í baráttu liðanna enda verður Keflavík að sigra leikinn til að halda toppsætinu.

 

Keflavík sigraði leik liðanna í Garðabæ 80-101 og voru BA og Tommy stigahæstir í þeim leik með 28 og 24. stig. 

Helstu leikmenn Stjörnunar eru:

Dimitar Karadzoski
Jovan Zdravevski
Jerrett Stephens
Fannar Helgasson
Kjartan Kjartansson
Sævar Harldsson