Fréttir

Körfubolti | 2. janúar 2006

Stjórnarmenn í miklu stuði í árlegum körfuboltaleik

Hinn árlegi leikur Íslandsmeistara kvenna og stórnar körfuknattleiksdeildar Keflavíkur fór fram 30. des. Spilað var upp í 21 og þurfti 3 sigra til að hampa bikarnum í leikslok. Um hörku leiki var að ræða og er skemmst frá því að seigja að stjórnarmenn höfðu sigur af hólmi 3-0. Stjórnarmenn þóttu leika sérlega vel og var hittnin fyrir utan 3 stiga línuna sérlega góð hjá Smára og Bigga og átti Biggi sennilega körfu dagsins, falleg karfa langt fyrir utan spaldið ofnaí. Hrannar stjórnaði leiknum eins og herforingi og greinilega búin að æfa vel fyrir leikinn og í fanta formi. Siggi og Gunni voru illviðráðanlegir undir körfunni og Krissi sýndi gamla takta. Binni Hólm og Hemmi áttu einnig góðan dag og sýndu góð tilþrif. Nokkur ný leikkerfi voru æfð, td að spila með 3 í vörn og 2 frammi og handboltaskiptingar þeas skipta út á í sókn og vörn. Larkiste Barkus lék sinn fyrsta leik með Keflavík og greinilega lipur leikmaður þar á ferð sem á eftir að nýtast liðinu vel í vetur.

 

Nýjir búningar vígðir í leiknum
Sigri fagnað í leikslok
Allur hópurinn saman komin