Fréttir

Körfubolti | 9. janúar 2006

Stjörnuleikur karla verður 14. jan.

Stjörnuleikur karla verður leikinn nk. laugardag 14. janúar 2006 kl. 15.30 í DHL-höllinni. Íþróttafréttamenn völdu byrjunarlið hvors liðs auk tveggja varamanna og þjálfarar liðanna völdu þá leikmenn sem vantaði upp á. Úr okkar röðum koma þeir Arnar Freyr, Jón Norðdal, Magnús Þór og AJ Moye.

Lið íslenskra leikmanna:
Valdir af íþróttafréttamönnum:
Magnús Þór Gunnarsson - Keflavík, Friðrik Stefánsson - UMFN, Páll Axel Vilbergsson - UMFG, Brenton Birmingham - UMFN, , Brynjar Þór Björnsson - KR, Ingvaldur Magni Hafsteinsson - Snæfell, Fannar Ólafsson - KR. Friðrik Stefánsson gefur ekki kost á sér vegna meiðsla og Brenton Birmingham verður erlendis.
Einar Árni valdi því 7 leikmenn:
Arnar F. Jónsson - Keflavík, Jón N. Hafsteinsson - Keflavík, Egill Jónasson - UMFN, Jóhann Árni Ólafsson - UMFN, Steinar Kaldal - KR, Þorleifur Ólafsson - UMFG og Hörður Axel Vilhjálmsson - Fjölnir.

Lið erlendra leikmanna:
Valdir af íþróttafréttamönnum:
Omari Westley - KR, AJ Moye - Keflavík, George Byrd - Skallagrímur, Jeb Ivey - UMFN, Jeremiah Johnson -UMFG, Nemanja Sovic - Fjölnir og Nate Brown - Snæfell.
Val Herberts Arnarsonar:
Theo Dixon - ÍR, Jovan Zdravevski - Skallagrímur, Igor Beljanski - Snæfell, Clifton Cook - Hamar/Selfoss og Mario Myles - Þór Akureyri.
 
 
Maggi hefur titil að verja í þriggja stiga skotkeppninni.