Stjörnuleikur KKÍ á morgun
Keflvíkingar verða í eldlínunni á morgun þegar hinn árlegi Stjörnuleikur KKÍ fer fram í Hellinum í Seljaskóla.
Herlegheitin hefjast klukkan 14:00 þegar þriggjastigakeppnin fer fram, en 14:20 fer Skotkeppni Stjarnanna fram. Þar munu Hörður Axel Vilhjálmsson, Pálína Gunnlaugsdóttir og gamla brýnið Jón Kr. Gíslason taka þátt.
Celeb leikurinn hefst síðan klukkan 14:40, en þar munu Guðjón Skúlason og Jón Kr. Gíslason fara hamförum ef veður leyfir.
Peak troðslukeppnin byrjar klukkan 15:15 og mun enginn annar en Lazar okkar Trifunovic taka þátt. Vonandi að hann muni sýna flotta takta þar.
Í Stjörnuleiknum sjálfum munu fulltrúar Keflvíkinga verða Hörður Axel Vilhjálmsson, Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Lazar Trifunovic.
Öll dagskráin er sýnd beint á Fjölnir TV.