Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 11. febrúar 2011

Stöðugar framfarir hjá minnibolta"mönnunum"

Drengirnir í minnibolta 11. ára sýndu það og sönnuðu um s.l. helgi að það var engin tilviljun að þeir lönduðu þremur sigrum í fjórum leikjum í 2. umferð Íslandsmótsins fyrir áramót, enda héldu þeir uppteknum hætti í 3. umferð og bættu í ef eitthvað var.

Þeir hófu tímabilið í A-riðli og náðu að halda sér uppi með einum þéttum vinnusigri í 1. umferð mótsins og sýndu þar að góður efniviður býr í hópnum.  Síðan þá hefur liðið verið að taka "stökkbreytingum" undir leiðsögn þjálfara síns, Björns Einarssonar sem skrifaði m.a. á bloggsíðu liðsins eftir mótið um síðustu helgi; "Peyjarnir voru mjög duglegir, spiluðu hörku varnarleik, baráttuglaðir, topp stemmning á bekknum allan tímann og uppskáru 3 sigra af 4 leikjum. Svona á þetta að vera. Framfarirnar halda áfram en með örlítið meiri skynsemi og bættum leikskilningi er aldrei að vita hvað gerist í loka lokaumferðinni sem er eftir rúman mánuð"

Mótið um s.l. helgi fór fram í Ljónagryfjunni og urðu úrslit leikja eftirfarandi;

Keflavík - ÍR  56 - 39
Keflavík - Stjarnan  44 - 32
Keflavík - Njarðvík  33 - 24
Keflavík - KR  28 - 39

KRingar eru ósigraðir í Minnibolta 11. ára drengja í vetur og hafa sýnt töluverða yfirburði.  Í stórskemmtilegum lokaleik umferðarinnar milli KR og Keflavíkur munaði einungis fimm stigum á liðunum fyrir 5. og síðasta leikhlutann, 27-22, en þeir röndóttu hófu síðasta leikhlutann mun betur og tryggðu sér verðskuldaðan sigur, 39-28. Keflvíkingar sýndu það þó og sönnuðu að bilið milli þessara liða er alltaf að styttast.

4. og síðasta umferðin á Íslandsmótinu í Mb.11. ára fer fram helgina 19.-20 mars og mun það lið sem sigrar þá umferð standa uppi sem Íslandsmeistari, en þetta er yngsti árgangurinn sem keppir þann eftirsótta titil (f.1999).

Liðin sem hafa unnið sér inn þáttökurétt í loka umferðinni eru; KR, Keflavík, Stjarnan og b-lið KR sem verða nýliðar umferðarinnar en þeir hófu leik í C-riðli í haust og hafa verið að prjóna sig upp um riðil í hverri umferð. Þeir unnu B-riðilinn með nokkrum yfirburðum um s.l. helgi og koma til með að verða í toppbaráttunni í lokaumferðinni enda er KR liðunum skipt nokkuð jafnt getulega skv. heimasíðu þeirra Vesturbæinga. Lið UMFN þurfti að taka botnsætið að þessu sinni og leika því í B-riðli í lokaumferðinni.

Stigaskor Keflavíkurpeyjanna féll með eftirfarandi hætti í 3. umferð;

Arnór S. 44
Tumi 23
Arnar 17
Páll 16
Þorbjörn 16
Stefán L. 13
Ingimundur 10
Þorbergur 10
Árni 10
Davíð 2
Egill 0