Stokkhólmur í boði á leiknum í kvöld
Það má með sanni segja að Borgar-Skotið hafi hitt í mark í úrslitakeppnum Iceland Express deilda karla og kvenna í fyrra.
Iceland Express flýgur til margra spennandi borga og því þótti það sniðugt að setja á laggirnar skotleik þar sem áhorfendum á leikjum í úrslitakeppnunum gefst kostur á því að skjóta ýmist frá þriggja stiga línunni eða frá miðju upp á ferð fyrir tvo til einhverra af þessum fjölmörgu borgum sem Iceland Express býður upp á.
Það fá fjórir áhorfendur að spreyta sig í hverjum leik og það eru jafnt stuðningsmenn heimaliðsins sem og aðkomuliðs. Það hefur skapast mikil stemning í kringum þessi skot og aðrir áhorfendur láta vel í sér heyra og hvetja viðkomandi á meðan á þessu stendur.´
Í kvöld verður Stokkhólmur í boði fyrir heppna áhorfendur.

Stokkhólmur er á austurströnd Svíþjóðar og teygir sig yfir ellefu eyjar í sundinu.
Það gæti verið gaman spóka sig í miðbænum, Gamla stan, og upplifa hið goðsagnakennda sænska sumar þar sem allir eru brúnir, ljóshærðir, bláeygðir og snyrtilega klæddir í litríkum fötum.
Innfæddir sækja mikið í skerjagarðinn á sumrin en þar er fjöldi lítilla eyja með sumarhúsum eins og því sem sem Björn og Benny gistu í þegar þeir sömdu Dancing Queen 1976.