Fréttir

Karfa: Karlar | 21. apríl 2009

Stórleikur í körfunni og lokahóf um kvöldið

Lokahóf Keflavíkur verður haldið á morgun miðvikudaginn 22. apríl í KK salnum.  Húsið opnar klukkan 19.00 og á matseðlinum er grillað lambalæri ásamt meðlæti. Margir góðir gestir munu heiðra okkur með nærveru sinni ss. fyrrum formenn, Íslandsmeistarar kvenna 1988 og Íslandsmeistarar karla frá 1989. Einstaklingsverðlaun verða veitt og lið ársins.

Stórleikur á Sunnubrautinni þann sama dag. 
Meistaralið Keflavíkur frá 1989 mætir núverandi leikmönnum Keflavíkur.  
Leikurinn hefst klukkan 17:30 og verða allar stórstjörnurnar mættar.
Stuðningsmönnum Keflavíkur gefst einstakt tækifæri á að kaupa þjálfarastarf liðanna og stýra liði í svona stórleik, áhugasömum er bent á að hafa samband við Gaua Skúla í síma 840-7028, upphæðin rennur óskert til deildarinnar.

Keflavík varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 1989 og í liðinu voru Albert Óskarsson, Axel Nikulásson, Egill Viðarsson, Einar Einarsson, Falur Harðarsson, Guðjón Skúlasson, Jón KR Gíslasson, Magnús Guðfinnsson, Nökkvi Már Jónsson og Sigurður Ingimundarsson.  Þeir unnu Val 2-0 í undanúrslitum ( 99-86 og 77-97 ) og KR í úrslitum 2-1 (77-74, 92-85 og 89-72 )

Formenn frá upphafi.

Helgi Hólm fram til 1977 
Gunnar Valgeirsson 1977-80
Skúli Skúlason 1980-82
Gunnar Valgeirsson (annað skipti) 1982-84
Stefán Kristjánsson 1984-86
Skúli Skúlason (annað skipti)1986-88
Gunnar Jóhannsson 1988-90
Viktor B. Kjartansson 1990, fram að áramótum.
Sigurður Valgeirsson 1990-1, kláraði eftir áramót.
Hannes Ragnarsson  1991-93
Guðmundur Bjarni Kristinsson 1993-99
Birgir Bragason 1999-00
Hrannar Hólm 2000-4
Hermann Helgason 2004-5
Sigurður B. Magnússon 2005-6
Hrannar Hólm (annað skipti) 2006-7
Birgir Bragason (annað skipti) 2007-8
Margeir Elentínusson 2008-?