Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 2. janúar 2006

Stórleikur í kvöld

Í kvöld 2.janúar kl. 20:00 mun 11.flokkur njarðvíkinga sækja okkur keflvíkinga heim á Sunnubrautina
og leika í bikarkeppninni.  Njarðvíkingar hafa verið með ósigrandi lið í þessum árgangi og
einungis tapað örfáum leikjum síðustu árin. Gaman verður að sjá hvað okkar nýji serbneski þjálfari hefur kennt
okkar mönnum í vetur og hvernig móttökur njáðvíkingarnir fá hjá okkar drengjum.
Einnig verður spennandi að sjá hvað keflvíkingurinn Alfreð Elíasar. gerir á móti sínum fyrri
félögum, en hann leikur með UMFN þennan veturinn.

Áfram Keflavík