Fréttir

Karfa: Karlar | 20. febrúar 2008

Strákarnir efstir þegar 4. umferðir eru eftir. Samantekt

Strákarnir eru efstir þegar 4. umferðir eru eftir með 2. stiga forustu á KR og Grindavík. 
Einnig erum við með hagstæðara hlutfall úr innbyrgðis viðureignum við bæði liðin. 
Það þýðir að Grindavík og KR nægir ekki að ná okkur að stigum heldur verða að komst yfir okkur. 

Allir leikir sem eftir eru skipta miklu máli og ljóst að við megum ekki misstíga okkur. 
Þar að auki verða öll liðið sem við eigum eftir að mæta að berjast fyrir einhverju,
sæti í úrslitakeppninni, halda sér í deildinni eða heimaleikjarétti i 1. umerð.

 

Nú er komið bikarhlé en þeir leikir sem við eigum eftir eru;

Hamar á útivelli föstudaginn 29. febrúar.

Hamarsmenn eru neðstir með 6. stig, og eiga stjarnfræðilega möguleika á halda sér uppi. En þá þurfa þeir að vinna
alla sína leiki og treysta hagstæð úrslit úr öðrum leikjum. Við unnu leikinn úr fyrri umferð, 67-56
Ákaflega lágt stigaskor en stigahæstur voru Tommy og Siggi með 11 og 12. stig.
Hamar lét á miðvikudaginn Nicholas King fara frá félaginu en hann leysti George Bird af hólmi.
Ef Hamar tapar leikjum eru þeir fallnir.

Tindastóll á heimavelli fimmtudaginn 6. mars.

Tindastóll er 14. stig í 8. sæti og eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni. Þeir spila við Njarvík á heimavelli á sama tíma og við spilum við Hamar. Það er ljóst að baráttan um sæti í úrslitakeppninni verður mjög hörð því litlu munar á ÍR, Tindastól, Þór og Stjörnunni en aðeins 2. af þeim kemst þar að.  Keflavík sigraði naumlega þegar liðin mættust á Sauðarkróki, 89-87. Tommy var stigahæstur með 21.stig, BA 17 sem og Gunnar Einarsson sem átti einn besta leik sinn á tímabilinu.

Skallagrímur á útivelli föstudaginn 14. mars.

Skallagrímur hefur komið liða mest á óvart í  vetur. Þeir voru í þjálfara vandræðum eftir síðasta tímabil en niðurstaðan var að fá til sín bandríkjamanninn  Kenneth Webb.  Kenneth hefur verið að gera góða hluti með liðið sem er að berjast um heimaleikjaréttinn í fyrstu umferð. Skallgrímur er þegar þetta er skrifað í 4. sætinu ásamt Njarvík og Snæfell og ljóst að þeir verða að sigra í sem flestum leikjum sem eftir eru til að halda því.  Áður en við leikum gegn þeim spila þeir við Þór á heimavelli og Njarðvík á útivelli. Keflavík sigraði 92-80 í fyrri umferðinni og stigahæstir voru BA með 22. stig, Magnús Þór Gunnarsson með 19. stig og Tommy með 19. stig.

 

Fjölnir á heimavelli þriðjudaginn 18. mars

Fjölnir er 11. sæti með 8. stig og eru því 4. stigum frá öruggu sæti.  Þeir mega því ekki við að tapa fleirri leikjum og eiga eftir að spila við
Snæfell heima, Njarðvík heima og Þór úti áður en þeir mæta okkur. Fjölnir hefur verið í vandræðum með erlenda leikmenn í vetur en
einnig  hafa þeir misst menn í meiðsli.  Þeir spila við Snæfell í bikarkeppni Lýsingar um helgina og sá titil getur svo sannalega bjargað
tímabilinu hjá þeim. Keflavik sigraði 93-102 í Grafarvogunum 17. janúar og stigahæstir voru BA með 25.stig og Jonni sem var mjög
sprækur í þeim leik með 20.stig og 10. fráköst.