Fréttir

Karfa: Karlar | 12. apríl 2008

Strákarnir komu til baka og unnu ÍR sannfærandi

Keflavík sigraði ÍR í kvöld, 106-73 í þriðja leik liðanna í undanúrslitum og er staðan því 1-2 fyrir ÍR. Stemmingin var rosaleg hjá þeim tæplega 1000 áhorfendum svo voru í Toyotahöllinni. Stuðningsmenn Keflavíkur  tóku undir af krafti með Trommusveitinni og Þorsteinn Lár kynnir sá til þess að ekki var slakað á fyrr enn að leik loknum.  Næsti leikur er í Seljaskóla á sunnudaginn kl. 17.00. Þangað ætlum við öll og gefa allt í hann, rétt eins og leikmenn ætla að gera. 

Strákarnir komu griðalega ákveðnir  til leiks í kvöld eftir að hafa tapað með  17.stigum í Seljaskóla á miðvikudaginn. Enda komnir upp við vegg því tap í leiknum hefði þýtt sumarfrí, allt of snemma fyrir sjálfa deildarmeistarara. Byrjunarlið kvöldsins var breytt því Jonni og Tommy sátu á bekknum og inná byrjuðu Arnar, Susnjara, BA, Gunni og Maggi.  Vörnin hafði alls ekki verið upp á marga fiska í leikjunum tveim á undan og einstaklingsframtak í hávegum haft. Í kvöld voru menn ákveðnir í að gera betur. Vörnin var mjög góð, menn að tala saman og sóknarleikurinn mjög agaður þar sem leitað var að besta færinu.

Magnús Þór Gunnarsson kom Keflavík í 7-0 með fyrsta þrist kvöldsins. Gestirnir minnkuðu forustu 13-10 en þá 8-2 kafli hjá Keflavík og inná voru komnir Jonni og Tommy. Staðan eftir fyrsta leikhluta 21-12.

Tommy opnaði svo 2. leikhluta með þrist og Keflavík náði 11.stiga forustu með körfu frá Jonna. Sveinbjörn átti góðan sprett fyrir ÍR og minnkaði forustuna niður í 31-27. Þá kom góður  20-10 kafli sem endaði á flautu þrist frá Gunna. Susnjara meiddist í undir lok leikhlutans og spilaði ekki meira í leiknum. Staðan í hálfleik 51-37.

Áfram héldu strákarnir að spila vel og náðu 20.stiga forustu þegar um 4. mín. voru af 3. leikhluta. Siggi fékk sína 4.villu og inná kom Þröstur sem hafði lítið spilað í einvíginu vegna smá meiðsla. Þröstur átti eftir að koma við sögu með frábæri baráttu og endaði svo leikhlutann með flautu þrist og staðan 81-66.

BA gerði svo vonir ÍR ingar að engu með því að byrja 4. leikhluta með þrist og Jonni var óstöðvandi, skoraði 6.stig á stuttum tíma. Maggi kórónaði svo sinn leik með með þrist og inná komu strákarnir af bekknum. Villi, Sigfús, Elvar stóðu sig mjög vel það sem eftir lifði leiks og leikhlutan vann Keflavík 25-7. Góður sigur í höfn óg nú er bara að mæta með sama hugarfarið í næsta leik sem fram fer á sunnudaginn kl. 17.00.

Allt liðið var að spila mjög vel kvöld og sem liðsheild sem er einmitt það sem vantað hefur gegn ÍR. "Refsingin" að byrja á bekknum var að virka vel á þá Jonna og Tommy sem áttu góðan leik í kvöld. Velkomin aftur Jonni langar manni að segja því sá frábæri leikmaður hefur í raun ekkert verið með í þessu einvígi. Jonni skoraði 18.stig, setti niður öll 7 skotin sín ásamt því að spila fanta vörn og taka 6. fráköst. Ef Jonni spilar svona áfram höfum við ekkert að óttast. Arnar hefur verið að spila vel í þessari úrslitakeppni og í kvöld skoraði hann ekki mikið heldur mataði hann liðsfélagana af sendingum og var alls með 13. stoðsendingar i leiknum. BA og Tommy voru báðir mjög "solid" með 22 og 23. stig og sérstaklega var gaman að fylgast með Tommy sem ekki hefur verið að sýna sitt besta í síðustu leikjum. Þröstur kom mjög öflugur af bekknum og skoraði 11.stig og tók 6. fráköst á 13. mín. Skemmtilega við Þröst er að hann er mikil stemmingsmaður og kann að rífa áhorfendur með sér. Gunnar kom mjög sterkur inní byrjunarliðið og stjórnaði varnarleiknum eins og herforingi og var einnig með 6. stig.

Tölfræði leiksins

Mynd jbo@vf.is  vf.is