Strákarnir mæta Hamar/Selfoss í Iðu Selfossi í kvöld
Keflavík mætir Hamar/Selfoss í kvöld og fer leikurinn fram í Iðu á Selfossi. Liðin hafa mæst 2. sinnum í vetur, fyrst í Keflavík þann 19. nóvember, 81-63 og svo í undanúrslitum í bikar, 72-70. Sá leikur er flestum ofarlega í huga enda sárt tap og bikarúrslitaleikurinn rann úr okkar höndum. Í þeim leik náðu Keflavíkingar mest 18 stiga forustu en á ótrúlegan hátt misstu þeir niður forskotið á klaufalegan hátt. Þetta er því leikurinn til að hefna fyrir þann klaufaskap og komast á beinu brautina fyrir úrslitakeppninna. Baráttan er enda hörð ætli liðið sér 5. sætið.
Aðrir leikir í kvöld
Grindavík-Skallagrímur
Tindastóll - Snæfell
ÍR - Fjölnir