Fréttir

Karfa: Karlar | 13. nóvember 2009

Strákarnir mæta ÍR í kvöld

Það verður hörkuslagur í Toyota Höllinni í kvöld, en þá mæta ÍR-ingar í heimsókn. ÍR-ingar sitja í 8. sæti með 4 stig eftir 5 leiki, en Keflvíkingar sitja í 3. sæti eftir 5 leiki með 8 stig. Ekkert annað en sigur kemur til greina hjá strákunum ef þeir ætla sér að vera með í toppbaráttunni í vetur. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og eru allir sannir stuðningsmenn Keflavíkur-liðsins hvattir til að mæta og þenja raddböndin!

Áfram Keflavík!