Fréttir

Körfubolti | 1. febrúar 2007

Strákarnir rifu sig upp á unnu sannfærandi sigur á Haukum

Keflavík sigraði í kvöld Hauka í 15 umferð, 70-95. Strákarnir mættu mjög ákveðnir til leiks og spiluðu að þessu sinni vel frá fyrstu mínutu til þeirra síðustu.  Keflavík er kanalaust sem stendur og Magnús Þór Gunnarson lék ekki með að þessu sinni.

Byrjunarliðið var skipað þeim; Sverri, Arnari, Sebastian, Jonna og Gunna.  Haukar skoruðu fyrstu körfuna og það tók strákana smá tíma að komast í gírinn. Allt annað var að sjá til Sebastians sem átti slakan dag gegn Hamar/Selfoss. Hann var sérstaklega góður í fyrrihálfleik spilaði góða vörn og var kominn með 19 stig þegar flautað var til hlés. Byrjunarliðið fékk góðan tíma til að ná upp stemming í liðinu því ekki var mikið um innáskiptingar.  Nokkuð jafnræði var með liðunum til að byrja með og staðan eftir 1. leikhluta var 29-28.  Í öðrum leikhluta var vörnin farin að virka betur og Keflavík hafði 6. stiga forustu 45-51.

Í seinni hálfleik var aldrei spurning um hvort liðið myndi hafa sigur á hólmi, heldur frekar hversu stór sigur Keflavíkur yrði.  Vörnin var á köflum eins og hún getur best virkað og það var að sjá á strákunum að þeir höfðu gaman af því sem þeir voru að gera. Í raun skipti lítlu máli hver var inná, því allir léku sitt hluverk vel. Hraðinn í leik liðsins var líka góður, eitthvað sem vantað hefur í síðustu leikjum.

Bestu innkomu í leiknum átti Siggi Sig. sem nýtti þær 2. mínutur sem hann hafði í leiknum vel, skoraði 5 stig úr tveimur skotum.

Allt byrjunarliðið átti mjög góðan leik og sérstaklega bakverðir liðsins, Arnar Freyr var baneitraður með fjóra þrista, Gunni sýndi gamla takta og Sverrir Þór með frábæra vörn, 15 stig og 14 stoðsendingar. Sebastian var ekki bara öflugur í sókn, því hann vann varnarvinnu sína mjög vel. Halldór Örn átti fína innkomu í leiknum en Þröstur getur miklu meira, virtist hálf stressaður.

Stigahæstir Sebastian 24 stig og fimm stolnir boltar, Gunni 21 stig, Arnar 16 stig og 7 stoðsendingar( 4/7 í þriggja)  og Sverrir, 15 stig og 14 stoðsendingar, Halldór 6 stig og Siggi Sig. 5 stig.

Tölfræði leiksins

Maður leiksins Sverrir Þór Sverrisson.