Strákarnir úr leik í bikar
Keflavík tapaði í kvöld fyrir Hamar/Selfoss í undanúrslitum Lýsingarbikar KKÍ. Strákarnir leiddu mest allan leikinn og náðu fljótlega 6-7 stiga forustu, staðan í hálfleik var 26-35. Strákarnir heldu áfram að auka forustuna í byrjun seinni hálfleiks og náðu 16 stiga forustu 38-54. Í þeirri stöðu fór allt í baklás og H/S skoruðu 12 í röð en staðan eftir 3. leikhluta var 64-63. H/S komust yfir 69-65 þegar 2. mín. voru eftir af leiknum og staðan var 70-67 fyrir heimamenn þegar 43. sek. voru eftir og Keflavíkingar tóku leikhlé. H/S kláruðu svo leikinn sem endaði 72-70.
Leik strákana er því lokið í bikarkeppninni þetta árið en stelpurnar geta hefnt ófarana með sigri á Hamar annað kvöld.