Fréttir

Karfa: Karlar | 26. nóvember 2007

Strákarnir voru fastir í eyjum

ÍBV var ekki mikil hindrun fyrir strákana í 32. liða úrslitum Lýsingarbikar. Keflavík sigraði leikinn með alls 55. stiga mun
enda mikill munur á liðum sem spila í úrvalsdeild og 2. deildinni. ÍBV stóð sig þó vel og bestur var Keflvíkingurinn Björn Einarsson.
Frétt um leikinn má lesa á Eyjafréttir.is 

Vegna slæms veður var ekki flogið frá Eyjum í gær og var liðið ásamt farastjóra veðurteptir og komu ekki heim fyrir en kl. 20.00 á mánudagskvöldið.
Ferðalagið var því orðið heldur lengra en von var á.

Stigahæstir okkar manna í leiknum

Bobby Walker 26, Tommy Johnson 17, Sigfús Árnason 17, Anthony Susnjara 11, Siggi Þorsteins 10.

Stigahæstir hjá ÍBV voru þeir Björn Einarsson 19,  Kristján Tómasson 11, Baldvin Johnsen 10, Arnsteinn Ingi Jóhannesson 9, Brynjar Ólafsson 8.

Keflavík B. stóð sig geysivel gegn sterku úrvalsdeildarliði Þór frá Akureyri.  Strákarnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og heldu í við gestina þangað til um miðjan 2. leikhluta.
Í seinnihálfleik kom í ljós hvort liðið æfir daglega en verulega gaman var að sjá gömlu átrúnaðar goðin á fjölunum aftur. 
Búningar liðsins eru líka verulega flottir, gulir rétt eins og áður fyrr og merktir nöfnum Bandaríkamanna sem spilað hafa með Keflavík.
Nöfn eins og Derrick, Nick, Higgins, AJ og fl. en með liðinu léku Elentínus Margeirsson, Guðjón Skúlasson, Guðjón Gylfasson, Matti Osvald, Almar Guðbrandsson, Jón Ben, Falur Harðarsson, Skúli Skúlasson, Jón Kr Gíslasson




Mynd eftir Óskar Pétur Friðriksson úr leiknum í gær í eyjum.