Fréttir

Karfa: Karlar | 5. apríl 2012

Stuðningsmaðurinn -Innsent-

(Heimasíðunni barst skemmtilegt bréf frá Danmörku...).

Í kvöld fer stolltið okkar til baráttu í Garðabæ. Nánar tilgreint, þá fer körfuboltalið Keflavíkur í Ásgarð til þess að spila oddaleik gegn Stjörnunni í átta liða úrslitum Iceland Express deildarinnar.

Mér þykir afskaplega slæmt að komast ekki á þennan leik, er því miður staddur erlendis þessa úrslitkeppnina. Kemst ekki á neinn einasta leik. Langar samt sem áður að koma einum hlut á framfæri.

Keflavík fór í gegnum einar þær verstu mannabreytingar sem að íslenskur körfubolti hefur séð síðastliðið sumar, en viti menn. Unnu samt bikarmeistaratitil í vetur og virðast vera að byggja sitt lið upp á heilbrigðan og viðurkenndan hátt, leyfa ungum strákum að sína að stóra sviðið er þeirra og allt það. Enduðu á betri stað en allir hefðu getað vonað. Ekkert lið kom til Keflavíkur til að ná í sigur. Þeir eiga þetta hrós skilið.

Ákveðið var að hafa landslið, Magnús Þór Gunnarsson var ekki valinn! Hvað gerir maðurinn? Sýnir þeim hvers virði bláa blóðið er. Vafalaust, á hann skilið verðlaun fyrir að hafa sýnt af sér mikinn hug við þetta mótlæti og að hafa sýnt öllum hvers virði körfubolti er okkur krökkum er úr Keflavík. Ætla mér þó á engan hátt að eigna mér neitt sem annar maður gerir, vildi bara kasta hrósi fyrir þennan öfgafulla baráttuhug.

Ef að þér þótti gaman þegar að Keflavík vann þrefalt hérna um árin, ef að þér þykir gaman að geta sagt, já, liðið mitt vann 9 titla á 18 árum (50% nýting), ef að þér þykir gaman að geta sagt frá því hvað það var viðbjóðslega gaman að alast upp, fá að fara á leiki sem töpuðust aldrei og liðið þitt vann sem reglu, ef að þér þykir gaman að geta sagt að þú sért stuðningsmaður eina stórveldis íslensks körfubolta... 

Þá mæli ég með því að þú eyðir 1500 krónum, mætir í Ásgarð í kvöld og öskrir úr þér hálsinn fyrir þá, þeir hafa gefið þér í gegnum árin. Áhorfendur eru ofmetnir að ég held, heh, en við skuldum þessu unga, hugaða, hæfileikaríka liði það að mæta og hvetja þá áfram í þessari baráttu.

Ég er betur upp alinn en það að halda það að Keflavík eigi einhverntíman ekki að vinna leik....

MÆTA !!!!

Kv.Davíð Eldur Baldursson