Fréttir

Karfa: Hitt og Þetta | 8. október 2009

Stuðningsmannaklúbburinn kominn í gírinn

K-klúbburinn hefur tekið að sér sölu á VIP-sætunum á stuðningsmannabekkjunum niðri í Toyota höllinni og er markmiðið að hleypa auknu lífi í klúbbinn og fylla hann fyrir nóvemberlok. 

Þeir stuðningsmenn sem ætla að endurnýja áskriftina eða gerast nýir meðlimir eru vinsamlegast beðnir að setja sig í samband við forsvarsmenn klúbbsins:

Hermann Helgason 660 1713
Óli (Sussi) 694 5138
Brynjar Hólm 896 5636

Meðlimir stuðningsmannaklúbbsins njóta eftirtalinna fríðinda:
• Númerað sæti á alla leiki Keflavíkur í bæði karla- og kvennaboltanum í vetur, þ.m.t. heimaleiki í bikar- og úrslitakeppni. 
• Kaffi og bakkelsi í hálfleik.
• Aukin upplýsingagjöf um körfuna í Keflavík.
• Hittingur hjá K-klúbbnum með leikmönnum, þjálfurum og stjórnarmönnum um stöðu mála varðandi liðið og starfsemi stjórnar o.fl..

Fyrirhugað er að hittast fimmtudaginn 15. okt. kl. 18:00, fyrir leik Keflavíkur og Breiðabliks í IE deild karla, í K-húsinu Hringbraut (auglýst síðar).  Þar mun fara fram nánari kynning og fyrirspurnum svarað varðandi K-klúbbinn.

Meðlimir K-klúbbsins eru gríðarlega mikilvægir bakhjarlar fyrir körfuknattleiksdeildina og skorum við á stuðningsmenn að taka þátt í því spennandi tímabili sem framundan er. Allur ágóði klúbbsins rennur óskiptur til stjórnar KKDK.