Fréttir

Stuðningsmannakvöld að loknum leik ÍG og Keflavíkur
Karfa: Karlar | 29. nóvember 2013

Stuðningsmannakvöld að loknum leik ÍG og Keflavíkur

Líkt og flestir vita er leikur ÍG og Keflavíkur B í 16-liða úrslitum Poweradebikarsins í kvöld í Grindavík. Leikurinn hefst kl. 19.15 en lið Keflavíkur B samanstendur m.a. af goðsögnum á borð við Sigurð Ingimundarson, Fal Harðason, Guðjón Skúlason, Albert Óskarsson og Gunnar Einarsson. Þá mun Damon Johnson leika sinn fyrsta leik með Keflavík í 10 ár en hann er kominn til landsins til að leika sinn síðasta leik þar sem ferill hans sem atvinnumaður hófst.
 
Eftir leikinn mun verða smá "hittingu" í féglasheimili Keflavíkur í TM-Höllinni vegna komu Damon Johnson. Gera má ráð fyrir því að það hefjist um kl. 22.30, eða þegar leikmenn hafa klárað að teygja, tekið jóga, sturtað sig og fengið næringu í æð. Hvetjum við sem flesta að láta sjá sig en hugsanlegt er að uppboð verði á árituðum bol helstu goðsagnanna um kvöldið.

Upp úr miðnætti mun leiðin liggja á Players þar sem eigandinn hefur ákveðið fagna komu Damon með 2 fyrir 1 tilboði á barnum fram á nótt...
 
 
Mynd: Keflavík B æfði saman í fyrsta skipti á ævinni í gær. Það var mál manna sem fylgdust með þessari rúmlega 27 mínútna æfingu að leikmenn liðsins hefðu aldrei verið í svona formi áður. Hvort það er jákvætt eða neikvætt verða menn að dæma um í kvöld en ljóst er að búast má við miklum hraða frá fyrstu mínútu...