Fréttir

Körfubolti | 5. mars 2006

Stuðningsmenn ætla að fjölmenna á Selfoss

Keflavík mætir Hamar/Selfoss í kvöld kl. 19.15 í næst síðustu umferð Iceland Express-deildarinnar. Leikurinn er að sjálfsögðu mjög mikilvægur ætli liðið sér að halda deildarmeistaratitlinum hér í Keflavík. Hamar/Selfoss stal af okkur tveimur stigum með kæru og ekki voru menn hér í Keflavík sáttir við lokin í því máli. Vonandi að þær reglur verði endurskoðaðar á næsta KKÍ þingi, en nóg um það.  H/S á en möguleika á að komast í úrslitakeppnina og verða þá að treysta á að Fjölnir tapi sínum leikjum.

Stuðningsmenn Keflavíkur ætla að fjölmenna á leikinn og styðja við bakið á strákunum því sigur er SKYLDA.

Tölfræði úr leik liðanna 12. jan.