Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 15. nóvember 2010

Stúlknaflokkur fór á kostum um helgina

Stúlknaflokkur lék í Grindavík um helgina í 2. umferð Íslandsmótsins og mættu stelpurnar vel stemmdar til leiks og unnu alla sína leiki mjög sannfærandi.

 

Keflavík – Hamar:  65 – 39 (33 – 20)

Fyrsti leikur helgarinnar þar sem stúlkurnar voru fljótar í gang og náðu snemma öruggri forustu 14-2, sem þær bættu við jafnt og þétt allan leikinn og unnu öruggan sigur að lokum.

Stigaskor: Sandra Lind 11, Aníta Eva 10, Telma Lind 8, Árný Sif 6, Lovísa 6, Sigrún 6, Soffía Rún 6, Eva Rós Haralds 4, Katrín Fríða 4, Berglind Líf 2 og Helena Ösp 2.

 

Keflavík – Grindavík:  65 – 33 (24 – 14)

Leikurinn fór hægt af stað en stelpurnar voru þó með örugga forystu í leikhléi 24 – 14. Í þriðja leikhluta lokuðu stelpurnar í vörninni og spiluðu vel saman í sókninni og unnu leikhlutann 23 – 3, þá voru úrslit leiksins nokkurn vegin ráðin en stelpurnar kláruðu leikinn með stæl og unnu 65 – 33.

Stigaskor: Sandra Lind 12, Árný Sif 10, Lovísa 10, Aníta Eva 9, Sigrún 7, Ingunn Embla 6, Katrín Fríða 5, Eva Rós Haralds 2, Soffía Rún 2 og Telma Lind 2.

 

Keflavík – Njarðvík:  49 – 38 (23 – 12)

Spennustig stelpnanna var of hátt fyrir grannaslaginn á þessum fagra sunnudagsmorgni í Grindavík, en eftir nokkrar leikmínútur slaknaði á spennunni og staðan var 8 – 8 eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta hrukku stelpurnar heldur betur í gang og unnu leikhlutann 15 – 4. Allt leit út fyrir að stelpurnar ætluðu að stinga af í byrjun þriðja leikhluta og komust í 26 – 12 en þá skoruðu Njarðvíkustúlkur 10 stig í röð og staðan orðin 26 – 22 og spennustigið komið á fullt aftur. Stelpurnar náðu að rétta úr kútnum og staðan eftir þriðja leikhluta var 34 – 23. Fjórði leikhluti var jafn og spennandi en munurinn á milli liðana breyttist ekki og lauk leiknum 49 – 38.

Stigaskor: Ingunn Embla 11, Sandra Lind 9, Soffía Rún 8, Lovísa 5, Árný Sif 4, Sara Rún 4, Katrín Fríða 3, Sigrún 7 og Telma Lind 2.

 

Keflavík – Haukar:  78 – 21 (36 – 11)

Stelpurnar voru greinilega búnar að bíða með að sýna á sér sparihliðarnar þar til í síðasta leiknum. Engin bönd voru nógu sterk til að halda aftur af stelpunum í þessum leik og spiluðu þær gríðarlega vel saman bæði í vörn og sókn. Haukastúlkur sáu aldrei til sólar og voru sundurspilaðar á köflum. Allar stelpurnar spiluð sérlega vel en Soffía Rún átti stórleik og þá sérstaklega í fjórða leikhluta þar sem hún skoraði 18 stig!

Stigaskor: Soffía Rún 26, Sigrún 10, Sandra Lind 9, Telma Lind 8, Sara Rún 7, Lovísa 5, Árný Sif 4, Eva Rós Haralds 4, Ingunn Embla 2, Jenný María 2 og Aníta Eva 1.

 

Þetta var flott helgi hjá stelpunum og góður stígandi í leik liðsins, nú er bara að halda áfram á sömu braut og halda áfram að æfa vel, því þá gerast góðir hlutir J

 Soffía Rún átti stórleik gegn Haukum