Fréttir

Stutt viðtal við Gunnar Ólafsson eftir öruggan sigur gegn KFÍ í TM-Höllinni
Karfa: Karlar | 20. október 2013

Stutt viðtal við Gunnar Ólafsson eftir öruggan sigur gegn KFÍ í TM-Höllinni

Keflvíkingar unnu auðveldan 95-67 sigur gegn KFÍ í fyrsta heimaleik liðsins í Domino´s deildinni í vetur. Leikurinn var nokkuð jafn til að byrja með en í seinni hálfleik sigu heimamenn fram úr með Guðmund Jónsson í broddi fylkinga en kappinn skoraði 27 stig í leiknum og var að öðrum ólöstuðum maður leiksins. Michael Craion var með 16 stig og 12 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson skoraði 12 stig og þá var Darrel

Nýr og ungur leikmaður í liði Keflvíkur, Gunnar Ólafsson, lét talsvert að sér kveða í leiknum líkt og hann hefur  gert í upphafi tímabils en hann skoraði 9 stig. Kappinn sem kom frá Fjölni fyrir tímabilið og er náfrændi Fals Harðarsonar var að vonum sáttur með sigurinn í leikslok þegar heimasíða Keflavíkur heyrði í honum hljóðið.
Góður sigur gegn KFÍ þrátt fyrir að fyrri hálfleikur hafi verið slakur, hvað skóp sigurinn og afhverju var liðið lengi í gang? Ég veit ekki alveg afhverju við vorum svona lengi í gang en liðsheildin var lykillinn að sigrinum.

Tveir stórir sigrar í röð en Njarðvík úti næst, hvernig leggst sá leikur í þig? Hann leggst bara vel í mig. Þeir eru með hörku lið og þetta verður hörku leikur.

Tekur þú eftir einhverjum rýg á milli Kef lavíkur og Njarðvíkur eftir að þú fluttir til Keflavíkur? Ekkert frekar núna en áður. Ég hef alltaf vitað af þessum rýg og það verðru gaman að fá að vera hluti af þessu núna.

Hvernig lyst þer á framhaldið með Keflavík og hver eru markmið þin personulega og liðsins? Mér lýst mjög vel á framhaldið. Ég hugsa að ég haldi persónulegu markmiðinum bara fyrir mig í bili. En markmið liðsins eru auðvitað allir titlar sem eru í boði!

Eitthvað að lokum? Já, mér finnst stuðningsmennirnir í Keflavík frábærir! Ég vill því nota tækifærið og þakka þeim fyrir stuðninginn í seinustu leikjum!