Styðjum stelpurnar - hvatning frá stuðningsmanni
Ég er svaka mikill áhugamaður um körfubolta bæði karla og kvenna og mæti á sem flesta leiki. Yfirleitt er fín mæting hjá körlunum en hjá konunum eru ALLTAF örfáar hræður.
Þetta tímabil er búið að vera frábært hjá konunum og ekki gertist það oft í kvennaboltanum að skorað sé mikið yfir 70 stig, en Keflavíkurstelpurnar gera það næstum í hverjum leik. Þær eru líka búnar að sanna það að þær eru bestar í deildinni og það er EKKI útaf því hvað þær hafa verið mikið hvattar.
Ég minni á það að næsti leikur sem er undanúslitar leikur er í Grindavík föstudaginn 17.jan og hefst kl. 19:15.
KEFLVÍKINGAR FJÖLMENNUM Á LEIKINN OG STYÐJUM STELPURNAR. Þær eiga það skilið..
Katla Hlöðversdóttir, stuðningsmaður