Styrkjum BUGL og mætum á meistaraleikina
Meistarakeppni KKÍ fer fram á sunnudaginn kemur þar sem Íslandsmeistarar og Bikarmeistarar karla og kvenna frá fyrra ári mætast.
19:15 Keflavík – Snæfell – Meistarakeppni karla
Miðaverð fyrir báða leiki er:
16 ára og eldri: 1000
6-15 ára: 500
5 ára og yngri frítt
Nú borgum við okkur öll inn !
KKÍ hefur frá árinu 1995 látið allan ágóða sem kemur inn af leikjunum renna til ákveðins málefnis / samtaka. Í ár varð BUGL, Barna og Unglingageðdeild Landspítalans fyrir valinu.
1995 Samtök krabbameinssjúkra barna
1996 Jafningjafræðsla framhaldsskólanna
1997 Neistinn - styrktarfélag hjartveikra barna
1998 FSBU - foreldrafélag sykursjúkra barna
1999 LAUF - landssamtök áhugafólks um flogaveiki
2000 Samtök barna með tourett heilkenni
2001 PKU - Samtök foreldra barna með efnaskiptasjúkdóma
2002 Foreldrafélag geðsjúkra barna og unglinga
2003 Einstök börn
2004 MND-félagið
2005 Foreldrafélag barna með axlaklemmu
2006 Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra
2007 SÁÁ-Stuðningur við börn alkóhólista
2008 BUGL