Styttist í fyrstu leiki Domino´s deildarinnar
Nú eru rúmir tveir mánuðir þar til keppni hefst í Domino´s deildum karla og kvenna í körfuknattleik. Ljóst er að stórleikir eru í vændum hjá bæði karla og kvennaliði Keflavíkur í fyrstu umferð. Stúlkurnar munu hefja leik þann 3. október þegar þær mæta Haukastúlkum í Hafnarfirði en þann 7. október taka strákarnir á móti Íslandsmeisturum Grindavíkur í sannkölluðum Suðurnesjaslag.
Undirbúningur beggja liða er þegar hafinn en vænta má að liðin fari svo á fullt í æfingar að lokinni verslunarmannahelgi. Sigurður Ingimundarson mun þjálfa bæði liðin líkt og áður hefur komið fram. Bæði lið munu tefla fram nýjum íslenskum leikmönnum en Bryndís Guðmundsdóttir er komin heim á ný og mun leika með stúlkunum og þá munu Darrel Lewis og Snorri Hrafnkelsson leika með karlaliðinu. Hvort þetta verða síðustu íslensku leikmennirnir sem bætast við Keflavíkurliðin er ekki alveg víst að svo stöddu en hugsanlega kann að bætast eitthvað við.
Leit að erlendum leikmönnum stendur yfir, bæði hjá strákunum og stelpunum, og er sú leit farin að þrengjast. Verða fréttir af slíkum samningum birtar um leið og þær liggja fyrir.
Fyrsta umferð í Domino´s deild karla:
Fjölnir-KR
Tindastóll-Stjarnan
Keflavík-Grindavík
Snæfell-ÍR
Þór Þorlákshöfn-Njarðvík
KFÍ-Skallagrímur
Fyrsta umferð í Domino´s deild kvenna:
KR-Grindavík
Haukar-Keflavík
Fjölnir-Njarðvík
Valur-Snæfell