Styttist í undanúrslitaleiki í bikarnum
Næstu leikir hjá Keflavík eru griðalega mikilvægir leikir en bæði lið leika undanúrslita leiki sína við Hamar/Selfoss. Þann 19. nóvember áttust karlaliðin við síðast og fór leikurinn fram í Keflavík. Keflavík sigraði leikinn 81-63 en síðan þá hafa H/S sótt í sig veðrið og bætt leik sinn mikið. Þar munar talsvert um hinn stekra miðherja George Byrd sem hefur skorað 18 stig og tekið alls um 14 fráköst að meðaltali eftir að hann gekk til liðs við liðið.
Við munum fara nánar yfir liðin þegar nær dregur leiknum en strákarnir mæta Hamar/Selfoss næsta sunnudag kl.19.15 í Hveragerði. Nú verðum við öll að standa saman og mæta á leikinn í Hveragerði og afsakanir ekki teknar gildar enda aðeins rúm klukkustund að renna á leikinn. Ef einhverjum vantar far á leikinn þá endilega hafið samband á karfan@keflavik.is og við munum gera okkar besta til að redda því.
Stelpurnar spila sinn leik mánudaginn kl.19.15 í Keflavík.