Sumaræfingar í körfu fyrir 1998-2002 árgangana
Föstudaginn 10. júní hefjast körfuboltaæfingar fyrir stráka og stelpur fædd 1998-2002
Æft verður í A-sal í Toyota hallarinnar þrisvar í viku og mun æfingatímabilið vara í 6 vikur, frá 10. júní - 22. júlí. Þjálfarar verða þeir Björn Einarsson og Hörður Axel Vilhjálmsson.
Æfingataflan verður skv. eftirfarandi:
Stelpur fæddar 1998-2002
- Mánudaga & Miðvikudaga kl. 12.00-13.15
- Föstudaga kl. 11.00-12.15
Strákar fæddir 1998-2002
- Þriðjudaga & Fimmtudaga kl. 11.00-12.15
- Föstudaga kl. 11.00-12.15
Æfingagjald fyrir tímabilið verður 6.000 kr.
Allir áhugasamir iðkendur eru hvattir til að nýta sumarið vel og bæta sinn leik. Nýir iðkendur eru sömuleiðis boðnir velkomnir og hvattir til að nota tækifærið til að kynna sér töfra körfuboltans.
Sjáumst næsta föstudag :)
Kveðja
Barna- og Unglingaráð KKDK