Fréttir

Sumaræfingar með Herði Axel fyrir 2.-7. bekk hefjast mánudaginn 13. júlí
Karfa: Yngri flokkar | 10. júlí 2015

Sumaræfingar með Herði Axel fyrir 2.-7. bekk hefjast mánudaginn 13. júlí

Sumaræfingar á vegum Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur fyrir 2.-7. bekk hefjast mánudaginn 11. júlí og eru frábær valkostur fyrir þá sem vilja taka framförum í sumar og kjörið tækifæri fyrir nýja iðkendur að prófa skemmtilegustu íþrótt í heimi. Æfingarnar eru jafnt fyrir drengi sem stúlkur og verður æft í þrjár vikur, fjórum sinnum á dag. 

  • Æft verður í tveimur hópum, „eldri“ og „yngri
  • Æft verður í 3 vikur í A-sal TM-hallarinnar 4x í viku, mánudag til fimmtudags.
  • Æfingagjald fyrir tímabilið verður 4.500 kr.
  • Umsjón með æfingunum hefur landsliðs- og atvinnumaðurinn góðkunni Hörður Axel Vilhjálmsson.

Yngri hópur fæddir 2005-2007

  • Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga  kl. 12.15-13.30

Eldri hópur fæddir 2002-2004

  • Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga  kl. 13.30-14.45

Barna- og unglingaráð KKDK