Svakalegt leikjaprógramm framundan hjá körlunum
Við höfum nú sett inn leiki vetrarins sem framundan eru (sjá mfl.karla. hér til hliðar). Þar má sjá að prógrammið í vetur verður gríðarlega stíft. Leikir í hinum ýmsu keppnum eru sem hér segir:
- Reykjanesmót karla (æfingamót): 5 leikir
- Intersport-deildin: 22 leikir
- Kjörískeppnin (sem gæti þó heitið annað): 4 - 6 leikir
- Bikarkeppni KKÍ: 1 - 5 leikir
- Úrslitakeppnin (gerum ráð fyrir að komast í hana): 2 - 13 leikir
- Bikarkeppni Evrópu (FIBE Europe Cup): 6 - 9 leikir (og jafnvel fleiri ef vel gengur)
Alls er því um að ræða 40 - 60 leiki !!! og ef við náum þokkalegum árangri verða leikirnir a.m.k. 50 á 7 mánuðum og að teknu tilliti til jólafrís er um að ræða að meðaltali rúmlega tvo leiki á viku allan tímann sem leikið er. Eins gott að leikmannahópurinn sé þéttur og að menn séu í formi!