Sverrir og Maggi með góðan leik í sigri á Tindastól
Strákarnir gerðu góða ferð á Sauðarkrók í gær er þeir mættu Tindastól í 9. umferð IE. Jafnræði var með liðunnum í fyrsta leikhluta en góður kafli undir lok hálfleiks skilaði 34-43 forustu í hálfleik. Heimamenn áttu góðan sprett í þriðja leikhluta og settu m.a. niður 6 þriggja stiga körfur og voru með forustu 70-68.
Þegar tæpar 8 mínútur voru til leiksloka var staðan 74-75, en þá kláruðu Keflvíkingar leikinn, skoruðu 13 stig í röð á næstu þremur mínútum og heimamenn komnir í vond mál. Liðin skiptust svo á körfum til leiksloka, en Þröstur Jóhannsson endaði svo leikinn glæsilega fyrir gestina með troðslu sem jafnframt var síðasta karfa leiksins. Lokastaðan 83-98. Stólarnir voru að spila þokkalegasta körfubolta fyrstu þrjá fjórðunga leiksins, en réðu lítið við svæðisvörn gestana í síðasta leikhluta og svo var Magnús Gunnarsson heitur í kvöld og skoraði 26 stig. Einnig var Sverrir Sverrisson að spila vel fyrir Keflavík og stjórnaði leik þeirra mjög vel, auk þess að skora 17 stig. af tindastóll.is
Maggi 26 stig, Tim 19 stig og 7 fráköst, Sverrir Þór 17 stig og 11 stoðsendingar, Thomas 12 stig og 7 fráköst, Þröstur 10 stig og Gunnar E. 9 stig
Jonni, Arnar og Elli hvíldu í þessum leik.
Keflavík er með 12 stig í 4-6 sæti deildarinnar eftir 8 leiki en toppliðin KR og Skallar eru með 14 stig eftir 9 leiki. Deildin er algjörlega tvískipt þar sem munar 8 stigum frá 6 sæti niður í 7 sæti, en mikil spenna er í efrihluta deildarinnar.
Keflavíkurliðið heldur til Úkraínu á þriðjudagsmorgun og spilar við Dnipro á fimmtudaginn.