Sverrir Þór aftur á heimaslóðir
Varnarvaxlinn Sverrir Þór Sverrisson mun á næstu dögum skrifa undir tveggja ára samning við Keflavík. Sverrir er uppalin Keflvíkingur en skrapp á síðasta tímabili yfir til erkifjendanna í Njarðvík og tók eitt tímbil með þeim. Þetta er mikið fagnarefni fyrir okkur Keflavíkinga enda vinsæll leikmaður hjá stuðningsmönnum liðsins og einn albesti varnarmaður deildarinnar.
Sverrir var með 7,3 stig og 5,7 stoðsendingar að meðaltali á 24,3 mínútum með Keflavík en hann hefur alls spilað 346 leiki fyrir félagið og er 11. leikjahæsti leikmaður félagsins.
Sverrir sagði í stuttu viðtali við heimasíðuna vera mjög spenntan fyrir næsta tímabili með Keflavík. Hann hafi sterkt Keflavíkurhjarta og langi til að leggja sitt á mörkum til að halda titlinu áfram í Keflavík.
Velkominn heim Sverrir.