Fréttir

Körfubolti | 29. apríl 2006

Sverrir Þór Sverrisson aðstoðaþjálfari karlaliðsins

Sverrir Þór Sverrisson hefur skrifað undir nýjan samning við Keflavík. Sverrir mun einbeita sér að því að spila með liðinu í vetur en verður einnig aðstoðaþjálfari liðsins. Það er mikill fengur í að hafa Sverrir áfram enda að mörgum talinn besti varnarmaður landsins. Sverrir mun stjórna liðinu á meðan Sigurður Ingimundarsson verður með landsliðinu á erlendri grunndu. Sverrir hefur verið þjálfari kvennaliðsins síðustu 2. árin og gerði þær m.a að Íslandsmeisturum árið 2005

Guðjón Skúlason fráfarandi aðstoðaþjálfari liðsins tók við sem landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins í vetur og ljóst er að hans bíða mörg verkefni með landsliðinu á næstunni.  Ráðið verður í þjálfarastöðuna hjá kvennaliðinu á næstu dögum

.