Sýna stelpurnar sitt rétta andlit í kvöld?
Í kvöld fer fram 3. leikur Keflavíkur og KR í undanúrslitum Iceland Expressdeildar kvenna. Okkar stelpur er komnar með bakið upp við vegg og verða því að vinna í kvöld. Þær hafa ekki náð sýna sitt rétta andlit í þessari seríu og KR-stelpur hafa spilað fasta vörn og barist um hvern bolta. Það er akkurt það sem við þurfum að gera í kvöld þeas. berjast allan tíman og þá er ekki spurning um hvernig fer.
Leikurinn hefst kl. 19.15 í Toyotahöllinni og hvetjum við alla stuðningsmenn um að koma og hvetja stelpurnar.
Birna þarf að eiga góðan leik í kvöld. ( mynd vf.is )