Fréttir

Körfubolti | 30. desember 2006

Tap á Stykkishólmi í baráttu leik

Keflavík tapaði í dag fyrir Snæfelli 80-67 eftir að hafa verið 9. stigum undir í hálfleik 45-36.  Mikil barátta einkenndi leikinn og sýndu Snæfellingar einfaldlega meiri baráttu og vilja til að sigra.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í byrjun leiks en Snæfellingar þó alltaf með 3-5 stiga forustu. Byrjunarlið Keflavíkur er einungis skipað heimamönnum og virtist stressað í byrjun leiks. Þröstur sem var í byrjunarliðinu í fyrsta skipti setti niður fyrstu stig Keflavíkur en Snæfellingar skoruðu fyrstu þrjá körfurnar.  Gunnar Einarsson átti góðan fyrrihálfleik, barðist vel og skoraði 14 stig.

Þriðji leikhluti var mjög slæmur enda skoraði liðið aðeins 13 stig og virtist sem heimamenn ætluðu sér að valta yfir okkur.  Strákarnir sýndu loksins sitt rétta andlit þegar um 4. mín. voru eftir að leiknum og náðu að minnka muninn niður í 8 stig.  Lengra komust við þó ekki en Magnús Gunnarsson var maður hálfleiks enda skoraði kappinn 17 stig og setti niður 5 þrista.

Heilt yfir ekki góður leikur og lítið að gerast í teignum. Snæfell átti teiginn skuldlaust sem sést best á því að þeir tóku 49 fráköst en við 27 !!!!!!

Maggi var stigahæstur með 19 stig og Gunnar skoraði 18. Aðrir miklu minna

 

Tölfræði leiksins