Tap fyrir Grindavík 62-68
Keflavík tapaði núna rétt í þessu fyrir Grindavík 62-68 í bikarkeppni kki og Lýsingar.
Keflavík var yfir eftir fyrsta leikhluta 9-8 og talsverð um mistök á báða bóga. Grindavík byrjaði 2. leikhluta mun betur og komst í 11-14 og 13-20 og virtust vera mun
grimmari strax í byrjun. Sérstaklega vantaði upp á fráköst hjá Keflavík því Grindavík náði mikið af sóknarfráköstum. Keflavík tók mikið af skotum fyrir utan þriggja stiga línuna og skotin ekki verið að detta enda nýtingin 13/1. Keflavík náði að laga stöðuna fyrir leikhlé með góðum kafla og staðan 19-20. Barkus sem hefur verið lasin síðusta daga náði sér ekki á strik í sókninni og var aðeins komin með 3 stig en Birna Valgarðs skoraði helming stiga Keflavíkur eða 10 stig. Stighæst hjá Grindavík í hálfleik var Jerica Watson með 10 stig.
Keflavík byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og komst yfir 31-24 en Grindavík lagaði stöðuna þegar 5 mín voru liðnar af leiknum 31-30. Á þessu kafla virtist lítið ganga upp og Grindavík náði að komast yfir með góðri baráttu, 35-38. Eftir þriðja leikhlutan var staðan 38-44 og miklu meiri barátta í Grindavíkurstelpum.
Grindavík skoraði fyrstu stig í 4. leikhluta og forusta Grindavíkur orðin 10 stig, 38-48 þegar Sverrir tekur leikhlé. Jerica var komin með 24 stig og 12 fráköst á þessu kafla. Barkus skoraði 4. stig í röð og lagaði stöðuna í 45-50 og Unndór þjálfari tekur leikhlé. Staðan þegar 5 mín. voru eftir að leiknum 48-55 og mikil spenna í gangi. Jerica skorar og kemur Grindavík í 48-57 og og Hildur setur niður þrist og Grindavík nær 12 stig forustu. Á þessum kafla réðust úrslit leiksins og Keflavík virtist eiga fá svör við stórleik Jesicu sem var allt í öllu hjá Grindavík. Keflavík sýndu þó ágæta baráttu undir lok leiksins en bara of seint. Lokastaða leiksins 62-68. Jesica Watson skoraði 41 stig og 21 frákast. Það segir allt sem þarf um leikinn.